Dómararáðstefna

15. janúar 2014
Fréttir
LH í samvinnu við dómarafélögin, stendur fyrir dómararáðstefnu n.k. fimmtudag 16. janúar. Ráðstefnan verður haldin í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hún kl. 17. Fjölbreytt erindi og sjónarhorn munu koma fram á ráðstefnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

LH í samvinnu við dómarafélögin, stendur fyrir dómararáðstefnu n.k. fimmtudag 16. janúar. Ráðstefnan verður haldin í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hún kl. 17:00.

Fjölbreytt erindi og sjónarhorn munu koma fram á ráðstefnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá

  1. Setning og skipun fundarstjóra
  2. Erindi frá GDLH - Sigurður Straumfjörð Pálsson formaður
  3. Erindi frá HÍDÍ - Pjetur N. Pjetursson formaður
  4. Fulltrúi frá RML fer yfir málefni og áherslur
  5. Fulltrúi FT ræðir þeirra sýn á dóma
  6. Fulltrúi Járningarmanna ræðir járningar keppnis- og sýningarhrossa út frá dýravelferð
  7. Kaffihlé
  8. Sigríður Björnsdóttir fer yfir niðurstöður “Klár í keppni” og ræðir dýravelferð í keppni/sýningum
  9. Almennar umræður
  10. Ráðstefnuslit um kl:19:00