Diddi yngir upp

10. júní 2009
Fréttir
Sara Sigurbjörnsdóttir mun taka þátt í HM úrtöku.
Sigurbjörn Bárðarson verður ekki sjálfur með hest í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann er þó ekki alveg búinn að segja skilið við heimsmeistaramótin, því Sara dóttir hans mun taka þátt í úrtökunni í ungmennaflokki á töltaranum Nykur frá Hítarnesi. Sigurbjörn Bárðarson verður ekki sjálfur með hest í úrtöku fyrir HM2009 í Sviss. Hann er þó ekki alveg búinn að segja skilið við heimsmeistaramótin, því Sara dóttir hans mun taka þátt í úrtökunni í ungmennaflokki á töltaranum Nykur frá Hítarnesi.

Nykur er undan Markúsi frá Langholtsparti og Unun frá Hítarnesi, Svartsdóttur frá Unalæk. Hann hefur gert það gott í töltkeppni síðastliðin ár hjá eldri systur Söru, Silvíu Sigurbjörnsdóttur. Sara mun fyrst og fremst leggja áherslu á tölt, T1.