Daníel Ben opnar hestasjónvarp

09. desember 2008
Fréttir
Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.

Um er að ræða sjónvarpsrás þar sem eingöngu er fjallað um hesta og hestamennsku. Segir Daníel að þetta sé í fyrsta sinn sem það sé gert hér á landi. Hann segist hann setja markið hátt. Þetta verði lifandi sjónvarp með nýju og eldra efni. Planið er að rásin fari í loftið fljótlega á næsta ári; ekki seinn en á þorra ef allt gengur upp.

„Ætlunin er að taka upp og sjónvarpa flestum keppnum og sýningum í hestamennsku. Viðtöl verða fyrirferðarmikil og þar mun ég spjalla við knapa, ræktendur og hinn almenna hestamann. Ég mun reyna að verða mér úti um sýningarrétt á eldra efni um hestamennsku, sem ég tel að sé alltof sjaldan endursýnt. Einnig verður lifandi fréttaþáttur einu sinni á dag. Á bak við sjónvarpsrásina verður vefsíða þar sem hægt verður að horfa á áður sýnt efni sjónvarpsrásarinnar,“ segir Daníel.

„Ég er búinn að fjármagna þættina í eitt og hálft ár fram í tímann og þar koma að máli kostunaraðilar sem hafa ekki verið áberandi í miðlum hestamanna áður. Fyrirtæki mitt, Ben Media ehf. er eigandi sjónvarpsrásarinnar og ég er þegar kominn með allan tækjakost sem þarf í þetta verkefni.“

Daníel Ben stofnaði hestafréttavefinn www.847.is í lok síðustu aldar og síðan Hestafréttir: www.hestafrettir.is ásamt Fjölni Þorgeirssyni, sem er eigandi Hestafrétta í dag. Daníel rekur nú fyrirtækið Ben Media ehf. og má sjá allt um starfssemi þess á vefnum: www.benmedia.is.

Á myndinni fagnar Daníel með bróður sínum Þórði Þorgeirssyni á uppskeruhátíð hestamanna.