Dagskráin á Svellköldum

Dagskrá ístöltsmóts kvenna "Svellkaldar konur" liggur nú fyrir. Hundrað glæsilega keppniskonur mæta til leiks með gæðinga sína í þremur flokkum og verður dagskrá mótsins eftirfarandi: Dagskrá ístöltsmóts kvenna "Svellkaldar konur" liggur nú fyrir. Hundrað glæsilega keppniskonur mæta til leiks með gæðinga sína í þremur flokkum og verður dagskrá mótsins eftirfarandi: Dagskrá
17:00 Minna vanar – forkeppni
17:40 Meira vanar – forkeppni
18:50 Opinn flokkur – forkeppni
MATARHLÉ
20:30 B-úrslit
21:40 A-úrslit
23:00 Mótsslit


Miðaverð er aðeins kr. 1.000 og verða miðar seldir við innganginn. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri.
Knöpum er bent á að stranglega bannað er að ríða inn í Grasagarðinn og ekki má fara beint af hestasvæði og upp í stúku, þrífa þarf skó og búnað áður.
 
Ljóst er að um hörkukeppni verður að ræða enda til mikils að vinna. Fylgist með frekari fréttum af mótinu á vefmiðlum hestamanna og á Facebook.