Dagskrá og ráslistar Sumarsmells

28. júní 2013
Fréttir
Kári Steins og Tónn / Eiðfaxi
Sumarsmellur Harðar hefst í dag föstudaginn 28.júní kl. 14:00 á fjórgangi meistara. Á ráslistunum má sjá að mótið verður sterkt og spennandi fram á síðustu úrslit!

Sumarsmellur Harðar hefst í dag föstudaginn 28.júní kl. 14:00 á fjórgangi meistara. Á ráslistunum má sjá að mótið verður sterkt og spennandi fram á síðustu úrslit!

Meðfylgjandi er dagskrá Sumarsmells Harðar ásamt ráslistum mótsins. Í samstarfi við landsliðsnefndina munu þeir knapar sem eru að reyna að vinna sér inn sæti í landsliði Íslands í unglinga- og ungmennaflokki fá að framkvæma sína sýningu einir á vellinum. Á ráslista mótsins eru þessir knapar merktir með öðrum knöpum í holli, en munu samt sem áður vera einir á vellinum. Þessir knapar keppa til úrslita í sínum flokki.

Mótanefnd vill einnig árétta það að allir knapar skulu vera við upphitunarsvæði, sem staðsett er í reiðhöll Harðar, tímanlega áður en sýning þeirra hefst. Ekki verður hægt að ríða inn á völlinn úr vestri. Fótaskoðun fer fram á upphitunarsvæði í reiðhöll Harðar.

Hestamannafélagið býður knöpum upp á hesthúspláss á svæði Hestamannafélagsins. Þeir sem hafa áhuga á slíkri þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Jónu Dís í síma 861-6691.

Glæsilegar veitingar verða í boði í félagsheimili Harðar. Grillveisla verður á laugardags- og sunnudagskvöldið á hagstæðu verði.

Er það von Harðarmanna að við getum átt saman góða og skemmtilega helgi með frábærum knöpum og hestum!

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við mótsstjóra í síma 864-5025.

Dagskrá

Föstudagur
14:00
Fjórgangur Meistaraflokkur
Fjórgangur 2.flokkur
Hlé
16.30
Fjórgangur Barnaflokkur
Fjórgangur Unglingaflokkur
Fjórgangur Ungmennaflokkur
Fjórgangur 1.flokkur
Matur
20.00
Fimmgangur Unglingaflokkur
Fimmgangur Ungmennaflokkur
Fimmgangur 2.flokkur

Laugardagur
8.00
Fimmgangur 1.flokkur
Fimmgangur Meistaraflokkur
Matur
12.30
T3 Barnaflokkur
t3 Unglingaflokkur
T3 Ungmennaflokkur
T3 2.flokkur
T3 1.flokkur
Hlé
15.30
T1 Meistaraflokkur
T7 Barnaflokkur
T7 2.flokkur
T2 1.flokkur
T2 Ungmennaflokkur
T2 Meistaraflokkur
Matur
19.00
B-Úrslit Fjórgangur 1.flokkur
B-Úrslit Fjórgangur Ungmennaflokkur
B-Úrslit Fimmgangur 1.flokkur
B-Úrslit T3 1.flokkur
Gæðingaskeið
100 m

Sunnudagur
8.00
B-úrslit T3 Ungmennaflokkur
Fjórgangur 1.flokkur
Fjórgangur Barnaflokkur
Fjórgangur Unglingaflokkur
Fjórgangur Ungmenni
Fjórgangur Meistara
T7 Barnaflokkur
T7 2.flokkur
Matur
12.30 A-úrslit
Fimmgangur 1.flokkur
Fimmgangur Unglingaflokkur
Fimmgangur Ungmennaflokkur
Fimmgangur 2.flokkur
Fimmgangur Meistaraflokkur
Hlé
15.30 A-úrslit
T2 1.flokkur
T2 Ungmennaflokkur
T2 Meistaraflokkur
T3 Barnaflokkur
T3 Unglingaflokkur
T3 1.flokkur
T3 Ungmennaflokkur
T3 2.flokkur
T1 Meistaraflokkur
Grill

Ráslistar - smellið hér