Dæmir fyrir Ísland á HM2011

Stjórn LH hefur tilnefnt  Huldu G. Geirsdóttur sem dómara fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Austurríki 2011. Stjórn LH hefur tilnefnt  Huldu G. Geirsdóttur sem dómara fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Austurríki 2011. Ákveðnar kröfur voru gerðar til þeirra dómara sem hugðust dæma á HM2011, þar af að hafa dæmt fimm WorldRanking mót á þessu ári og uppfyllti Hulda allar þær kröfur sem settar voru fram. LH óskar Huldu til hamingju og er þess fullviss um að hún verði landi og þjóð til sóma á HM2011.