Centered Riding - bætt líkamsbeiting hests og knapa

24. ágúst 2009
Fréttir
Nú gefst öllu áhugafólki um hestamennsku tækifæri til að sitja örnámskeið hjá hinum heimsfræða reiðkennara Susan Harris frá Cortland í New York fylki. Susan býr yfir gífurlegri reynslu sem enginn sannur áhugamaður um reiðmennsku ætti að láta fram hjá sér fara. Nú gefst öllu áhugafólki um hestamennsku tækifæri til að sitja örnámskeið hjá hinum heimsfræða reiðkennara Susan Harris frá Cortland í New York fylki. Susan býr yfir gífurlegri reynslu sem enginn sannur áhugamaður um reiðmennsku ætti að láta fram hjá sér fara. Centered Riding – bætt líkamsbeiting hests og knapa

Námskeiðið er örnámskeið og hentar öllum sem vilja bæta ásetu sína og jafnvægi á hestbaki og öðlast betri skilning á réttri líkamsbeitingu hesta og knapa. Kennt er á ensku.

Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og sýnikennslu þar sem viðfangsefnið er líkamsbeiting og jafnvægi knapa og hests sem og samspil þessara þátta við þjálfun og reiðmennsku. Susan Harris er brautryðjandi á sinu sviði, afar eftirsóttur reiðkennari og hefur ferðast víða um heim til að kynna hugmyndafræði sína. Hún hefur leiðbeint og kennt allt frá byrjendum til þekktra keppnisknapa í ólíkum greinum reiðmennsku.
 
Kennari: Susan Harris reiðkennari. Nánari upplýsingar um störf hennar og hugmyndafræði er hægt að finna hér: www.anatomyinmotion.com og hér: www.thingeyrar.is

Tími: fim. 27. ág., kl. 13:00-17:00 (3,5 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og á Mið-Fossum.

Verð: 4.500kr. Vinsamlegast millifærið upphæðina, áður en námskeiðið hefst, inn á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5033/ 433 5000.