Búið að loka fyrir skráningu á Svellkaldar konur

Svellið verður vel skipað laugardaginn 16.mars en þar munu hundrað konur sýna listir sínar með hestum sínum.

Svellið verður vel skipað laugardaginn 16.mars en þar munu hundrað konur sýna listir sínar með hestum sínum.

Það tók ekki nema tvo og hálfan tíma að fylla uppí þau hundrað pláss sem voru í boði og hefur því verið lokað fyrir skráningar.

Ráslistar verða birir á næstu dögum og hvetjum við ykkur til að fylgjast með undirbúning hér á heimasíðunni og á feisbook síðu svellkaldra.