Brotist inn í hesthús á Selfossi

06. apríl 2011
Fréttir
Aðfaranótt 5. apríl var brotist inn í hesthús á Selfossi og þaðan teknir 6 hnakkar ásamt miklu magni af beislum, múlum og öðrum fylgihlutum.  Aðfaranótt 5. apríl var brotist inn í hesthús á Selfossi og þaðan teknir 6 hnakkar ásamt miklu magni af beislum, múlum og öðrum fylgihlutum.  Þar sem hér er um umtalsvert tjón að ræða fyrir eiganda þá er lagt mikið upp úr því að finna reiðtygin aftur.  Ef einhver hefur orðið var við að verið sé að selja notuð reiðtygi í einhverju mæli þá er viðkomandi beðin um að hafa samband við lögregluna á Selfoss í síma 480 1010 .