Breytingar á stjórn LH

22. október 2012
Fréttir
Stjórn og varastjórn LH 2012-2014.
Á landsþinginu um liðna helgi urðu þær breytingar á stjórn LH að Gunnar Sturluson gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu í aðalsjórn sambandsins og í hans stað kom Erla Guðný Gylfadóttir úr Andvara og var hún sjálfkjörin þar sem hún var eini frambjóðandinn.

Á landsþinginu um liðna helgi urðu þær breytingar á stjórn LH að Gunnar Sturluson gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu í aðalsjórn sambandsins og í hans stað kom Erla Guðný Gylfadóttir úr Andvara og var hún sjálfkjörin þar sem hún var eini frambjóðandinn. 

Haraldur Þórarinsson formaður var einn í framboði til formanns og var því einnig sjálfkjörinn.

Aðalstjórn LH 2012-2014 er því þannig skipuð:
 Haraldur Þórarinsson, formaður, Sleipni
 Þorvarður Helgason Fáki
 Oddur Hafsteinsson Sleipni
 Andrea Þorvaldsdóttir Létti
 Sigurður Ævarsson Sörla
 Erla Guðný Gylfadóttir Andvara
 Sigrún Þórðardóttir Þyt

Framboð til varastjórnar voru 12 og 5 sæti í boði. Þau hrepptu:
 Sigurður Örn Ágústsson Neista
 Stefán G. Ármannsson Dreyra
 Helga B. Helgadóttir Fáki
 Maríanna Gunnarsdóttir Fáki (endurkjörin)
 Bryndís Björk Hólmarsdóttir Hornfirðing

Þessu fólki öllu er óskað velfarnaðar í starfi sínu fyrir Landssamband hestamannafélaga í framtíðinni um leið og Gunnari Sturlusyni og varastjórnarfólki úr fyrri stjórn eru þökkuð þeirra góðu störf.