Breytingar á stjórn Landsmóts ehf.

04. apríl 2009
Fréttir
Haraldur Þórarinsson, formaður LH og stjórnarformaður Landsmóts ehf..
Þær breytingar hafa verið gerðar á stjórn Landsmóts ehf. að hún er nú einungis skipuð fólki úr stjórnum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands. Eins og kunnugt er á LH tvo þriðju hluta í Landsmóti ehf. og BÍ einn þriðja. Stjórnina skipa nú: Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður, og Vilhjálmur Skúlason fyrir hönd LH, og Sigurbjartur Pálsson fyrir hönd BÍ. Þær breytingar hafa verið gerðar á stjórn Landsmóts ehf. að hún er nú einungis skipuð fólki úr stjórnum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands. Eins og kunnugt er á LH tvo þriðju hluta í Landsmóti ehf. og BÍ einn þriðja. Stjórnina skipa nú: Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður, og Vilhjálmur Skúlason fyrir hönd LH, og Sigurbjartur Pálsson fyrir hönd BÍ.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að markmiðið með þessum breytingum sé meðal annars að færa Landsmót ehf. nær móðurfélögunum og ná fram samlegðaráhrifum og betri nýtingu á starfsfólki.

„Landsmót ehf. hefur að mörgu leyti heppnast vel frá því að það var stofnað árið 2000. Hugmyndin hefur gengið upp í meginatriðum. Það hefur þó gerst, eins og reyndar áður, að það myndast dauður tími í starfsseminni á milli Landsmóta. Við teljum að með því að tengja betur saman skrifstofu og stjórn LH annars vegar, og Landsmót ehf. hins vegar, náum við meiri samfellu í starfssemina og betri nýtingu á starfsfólki. Meðal annars er verið að skoða hugmyndir um að Landsmót ehf. taki þátt í fleiri verkefnum á sviði mótahalds, einkum á milli Landsmóta,“ segir Haraldur.