Breytingar á landsliðsnefnd

27. febrúar 2014
Fréttir
Íslenska landsliðið á HM í sumar. Mynd: RUT
Nokkrar breytingar urðu á landsliðsnefnd sambandsins nú fyrir skemmstu en eftir margra ára/áratuga farsælt starf í nefndinni létu þeir af störfum Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sigurður Sæmundsson. Bjarnleifur starfaði sem formaður síðustu árin og óhætt að segja að vinnuframlag þessara manna sé algjörlega ómetanlegt í því félagslega umhverfi sem við störfum í.

Nokkrar breytingar urðu á landsliðsnefnd sambandsins nú fyrir skemmstu en eftir margra ára/áratuga farsælt starf í nefndinni létu þeir af störfum Bjarnleifur Bjarnleifsson og Sigurður Sæmundsson. Bjarnleifur starfaði sem formaður síðustu árin og óhætt að segja að vinnuframlag þessara manna sé algjörlega ómetanlegt í því félagslega umhverfi sem við störfum í.

Stjórn og starfsfólk Landssambandsins þakka þessum tveimur herramönnum fyrir frábært samstarf á liðnum árum og óska þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem taka við hjá þeim.

Nýr meðlimur landsliðsnefndar er Pjetur N. Pjetursson og tekur hann við formannsembættinu af Bjarnleifi. Pjetur þekkja flestir hestamenn sem dómara en Pjetur hefur verið alþjóðlegur dómari um árabil. Pjetur og fjölskylda eru gamlir Sörlafélagar en búa nú austur á Sólvangi við Eyrarbakka og reka þar tamningastöð, stunda hrossarækt og reiðkennslu. Pjetur starfar sem framkvæmdastjóri PON ehf. og er formaður HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélags Íslands.

Stjórn og starfsfólk LH bjóða Pjetur velkominn til starfa og óska honum góðs gengis í landsliðsmálunum með sínu fólki í landsliðsnefnd, sem nú er þannig skipuð:

  • Eysteinn Leifsson
  • Oddur Hafsteinsson
  • Pjetur N. Pjetursson formaður
  • Sigurbjörn Bárðarson
  • Þórir Örn Grétarsson