Breytingar á landsliði Íslands á Norðurlandamóti

Þær breytingar hafa orðið á landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Álandseyjum að tveir knapar hafa bæst í hópinn. Jakob Svavar Sigurðsson keppir í fjórgangi og tölti á Hálfmána fá Steinsholti og í A-flokki gæðinga á Eldjárni frá Skipaskaga og Helga Una Björnsdóttir keppir á Leik frá Lækjamóti í A-flokki gæðinga.

Aðrir knapar í fullorðinsflokki eru Hanna Rún Ingibergsdóttir sem keppir á Frama frá Arnarholl í A-fokki gæðinga og á Leisti frá Toftinge í B-flokki gæðinga, Sigurður Vignir Matthíasson keppir í fimmgangsgreinum á Starkar frá Egilsstaðakoti og á Blikari frá Fossi í A-flokki gæðinga og Finnur Bessi Svavarsson keppir á Glæsi frá Torfunesi í B-flokki gæðinga.

Það er mikill styrkur fyrir íslenska landsliðið að fá þau Jakob Svavar og Helgu Unu til liðs við landsliðsteymið á Norðurlandamóti og óskum við þeim góðs gengis.