Bókarkynning á Hvanneyri

30. nóvember 2010
Fréttir
Föstudaginn 3. desember kl. 16:00 í Ásgarði (sal mötuneytis) á Hvanneyri verður kynning á bókinni Hrossafræði Ingimars.  Föstudaginn 3. desember kl. 16:00 í Ásgarði (sal mötuneytis) á Hvanneyri verður kynning á bókinni Hrossafræði Ingimars.  Hrossafræði Ingimars er einstaklega mikið og glæsilegt rit, prýtt fjölda mynda. Um er að ræða alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu á viðfangsefninu. Ingimar Sveinsson hefur í áratugi viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg. Hér er um að ræða rit sem á erindi til allra hestamanna - útgefandi er Uppheimar.
 
Ingimar mun lesa upp úr bók sinni og árita en bókin verður til sölu á tilboðsverði. Kaffiveitingar í boði.