BM Vallá styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Fyrirtækið BM Vallá er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH  og Lárus Dagur Pálsson forstjóri BM Vallár undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.

BM Vallá og félög sem sameinast hafa fyirtækinu hafa um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í þjónustu við íslenskan byggingamarkað, hvert á sínu sviði. Hér er saman komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila. 

Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikilvægur enda er Heimsmeistaramót í Berlín í sumar. Landsliðsnefnd og stjórn LH eru þakklát fyrir stuðninginn.

Á myndinni eru f.v. Stefán Logi Haraldsson úr landsliðsnefnd LH, Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH, Lárus Dagur Pálsson, forstjóri BM Vallár og Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá BM Vallá.