Berglind Ragnarsdóttir ráðin sem bókari LH og LM

28. maí 2015
Fréttir
Berglind og Lárus

 

Berglind Ragnarsdóttir hefur verið ráðin til að halda utan um bókhald og uppgjör fyrir LH og LM. 

Berglind Ragnarsdóttir er úr Reykjavík en býr nú á Laugavöllum í Reykholtsdal með dætrum sínum Heiði Karlsdóttir og Kristínu Karlsdóttir.  Hún er menntaður viðskiptafræðingur á endurskoðendasviði og hefur hún margra ára reynslu af uppgjörum og gerð ársreikninga.   Berglind hefur meðal annars starfað hjá endurskoðunarstofunni Deloitte og sem aðalbókari samstæðu hjá Högum hf.  Hún rekur nú eigið bókhalds- og uppgjörsfyrirtæki undir nafninu Fjármálastjórinn ehf.

Hún hefur stundað hestamennsku síðan hún var barn og unnið til margra verðlauna, meðal annars orðið íslandsmeistari og heimsmeistari í fjórgang. 

Á myndinni eru Lárus Ástmar Hannesson formaður LH og Berglind Ragnarsdóttir.