Básaleiga rýkur upp

17. nóvember 2008
Fréttir
Það mun sennilega standa í mörgum að leigja sér pláss fyrir reiðhestinn sinn i vetur. Básinn á höfuðborgarsvæðinu með spæni, fóðri og hirðingu kostar nú 30 til 35 þúsund krónur á mánuði miðað við sex mánaða innistöðu. Eða á bilinu 180 til 210 þúsund á hest.Það mun sennilega standa í mörgum að leigja sér pláss fyrir reiðhestinn sinn i vetur. Básinn á höfuðborgarsvæðinu með spæni, fóðri og hirðingu kostar nú 30 til 35 þúsund krónur á mánuði miðað við sex mánaða innistöðu. Eða á bilinu 180 til 210 þúsund á hest.

Það mun sennilega standa í mörgum að leigja sér pláss fyrir reiðhestinn sinn i vetur. Básinn á höfuðborgarsvæðinu með spæni, fóðri og hirðingu kostar nú 30 til 35 þúsund krónur á mánuði miðað við sex mánaða innistöðu. Eða á bilinu 180 til 210 þúsund á hest.

 

Ekki eru allir sem leigja út hesthúspláss búnir að gefa út endanlegt verð þar sem ekki er ennþá útséð með hvað tréspænirnir koma til með að kosta. Menn óttast að ballinn geti jafnvel farið í 3000 krónur í vetur. Róbert Petersen segist leigja plássið út á 33.300 krónur á mánuði. Hann hafi keypt inn spæni fyrir veturinn áður en þeir hækkuðu í haust og geti því vart séð að þeir sem ekki höfðu þann fyrirvara geti boðið plássið á lægra verði miðað við að fóður, spænir og hirðing sé innifalin.

 

Margir geta þó eflaust fengið leigð pláss í húsum hjá einstaklingum, eins og endranær, og greitt hluta af leigu með hirðingu eða annarri vinnu. Þá hefur yfirleitt verið ódýrara að leigja hesthúspláss úti á landi. Það sem gæti komið í veg fyrir að leiga með fóðri hækki eins mikið og efni standa til, er að mikið er til af heyjum. Eftirspurnin virðist hins vegar ekki eins mikil og venjulega.

 

Einn viðmælanda LH Hesta sem leigir út hesthúspláss sagði að hann hefði heyrt í hestafólki sem gerir ráð fyrir að láta reiðhestana ganga úti fram eftir vetri og sjá til hvernig málin þróast. Eins og er sé ekki árennilegt að taka á hús. „Þeir sem hafa vinnu ennþá eru ekki farnir að finna fyrir kreppunni að ráði. Þeir sem eru búnir að fá uppsagnarbréfið eru ekkert á leiðinni að taka inn“ sagði viðmælandi LH Hesta.

 

Myndina tók Axel Jón Birgisson af útigönguhrossum í Borgarfirði.