Áverkar á kynbóta- hrossum vonbrigði

10. október 2008
Fréttir
„Ég ríð út allan veturinn og fer í ferðalög á sumrin. Ég verð mjög sjaldan fyrir því að hrossin mín missi undan sér skeifu eða grípi fram á sig. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þetta er svona mikið vandamál í kynbótasýningum,“ segir Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.„Ég ríð út allan veturinn og fer í ferðalög á sumrin. Ég verð mjög sjaldan fyrir því að hrossin mín missi undan sér skeifu eða grípi fram á sig. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þetta er svona mikið vandamál í kynbótasýningum,“ segir Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.„Ég ríð út allan veturinn og fer í ferðalög á sumrin. Ég verð mjög sjaldan fyrir því að hrossin mín missi undan sér skeifu eða grípi fram á sig. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þetta er svona mikið vandamál í kynbótasýningum,“ segir Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur.

Á Hrossarækt 2008 komu áverkar til umræðu í framhaldi af framsöguerindi Kristins Guðnasonar um að færa kynbótasýningar inn á hringvöll. Nefndi Kristinn að hugsanlega gæti það orðið til að minnka áverka á kynbótahrossum, sem eru talsverðir.

Gunnar Arnarson, ræktunarmaður ársins 2008, sagði að menn skildu fara sér hægt í breytingar. Núverandi fyrirkomulag væri frábært og hefði gefið góða raun. Það mætti ekki gera breytingar nema rík ástæða væri til. Að hans mati ættu misgóðir vellir og misgóðar aðstæður mikinn þátt í áverkum á kynbótahrossum. Nefndi hann þar LM2002 á Vindheimamelum og LM2008 á Gaddstaðaflötum. Í báðum tilfellum hefði kynbótabrautin ekki verið nógu góð, óslétt og laus í sér.

Guðlaugur velti upp annarri hlið á málinu og fór ekki á milli mála að hann taldi að knapar og aðrir sem koma að kynbótasýningum þyrftu að leita í eigin ranni.

„Við stöndum frammi fyrir því að áverkar á kynbótahrossum á LM2008 eru meiri heldur en á LM2006. Það eru vissulega vonbrigði. Menn hafa nefnt að aðstæður og vellir geti skipt máli og það getur vel verið. Ef það er hins vegar rétt sem maður hefur heyrt að kynbótahross séu svo kvíðin og spennt eftir kynbótasýningar að eigendur þori varla á bak þeim, þá gæti ástæðna verið að leita annars staðar.

Ýmislegt bendir líka til að hófalengd og byggingarlag hrossa eigi sinn þátt í ágripum. Aðstæður fyrir kynbótasýningar voru miklu síðri hér áður fyrr. Hross voru sýnd á túnblettum og vegaspottum út um sveitir landsins. Ég held ég geti fullyrt að ágrip hafi verið miklu minni þá,“ segir Guðlaugur.