Auglýst er eftir umsóknum um dómgæslu á Norðurlandamóti

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum dómara um dómgæslu á Norðurlandamóti. Norðurlandamótið 2020 fer fram í Norrköping í Svíþjóð dagana 27. júlí til 2. ágúst.

Norðurlandaþjóðirnar hafa komið sér saman um að hver þjóð tilnefni tvo dómara með alþjóðadómararéttindi í íþróttakeppni Norðurlandamósins og einn dómara með landsdómaréttindi í gæðingakeppni Norðurlandamótsins. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli skilyrði fyrir bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni. Dómaranefnd LH mun taka umsóknirnar til umfjöllunar.

Tekið er á móti umsóknum á lh@lhestar.is, umsóknarfrestur er 20. mars.