Auður Karen og Friðrik X á Stóðhestaveislu 2011

31. mars 2011
Fréttir
Mynd: Auður Karen og Friðrik X í sveiflu.
 Undanfarna daga hefur myndband nokkuð farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar má sjá hina fimm ára gömlu Auði Karenu fá Hólkoti í Eyjafirði ríða stóðhestinum Friðriki X í hvassviðri.  Undanfarna daga hefur myndband nokkuð farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar má sjá hina fimm ára gömlu Auði Karenu fá Hólkoti í Eyjafirði ríða stóðhestinum Friðriki X í hvassviðri. Samband knapa og hests er einstakt og magnað að sjá þessa pínulitlu stelpu stjórna hreyfingastórum og kraftmiklum stóðhesti eins og ekkert sé. Friðrik X er á sjöunda vetri, undan Gusti frá Hóli og Dömu frá Vestri-Leirárgörðum. Hann er úr ræktun fjölskyldunnar á V-Leirárgörðum, en eigendur eru þau Ester Anna og Auðbjörn í Hólkoti.
Þau Auður Karen og Friðrik X munu koma fram á Stóðhestaveislunni á Sauðárkróki á föstudagskvöldið og bíða margir spenntir eftir að sjá þetta frábæra par með eigin augum. Þau verða án efa einn af hápunktunum á spennandi sýningu þar sem magnaður hestakostur bíður gesta. Hér að neðan er að finna tengil inn á myndbandið umtalaða fyrir þá sem ekki hafa enn séð.
http://www.youtube.com/watch?v=1-ph4TFSwWc