Átröskun og líkamsímynd íþróttafólks

20. apríl 2016

Hver er staða átröskunnar og líkamsímyndar á meðal íslensk íþróttafólks? Miðvikudaginn 27. apríl verður opinn hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl: 12:10. Þar verða kynntar niðurstöður úr glænýrri rannsókn.

Petra Lind Sigurðardóttir MSc í klínískri sálfræði frá HR mun fara yfir helstu niðurstöðurnar. Rannsóknin beindist að skimun fyrir átröskunareinkennum meðal íþróttafólks hér á landi. Samanburður var gerður á þessum þáttum milli kynja, auk þess sem íþróttagreinar voru bornar saman. Þátttakendur voru íþróttafólk sem keppir á hæsta keppnisstigi í sinni íþrótt hérlendis, 18 ára og eldri.

Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni hérlendis og fáar erlendar rannsóknir hafa borið margvíslegar íþróttir saman.

Er íþróttafólk óánægðara með sína líkamsímynd en almennt gengur og gerist? Eru karlar líklegri til að vera óánægðari en konur? Hversu algeng er átröskun og í hvaða greinum birtist hún helst?

Þátttakan er ókeypis og öllum heimil.

Skráning fer fram á skraning@isi.is