Ásta Björnsdóttir sigraði b-úrslit í T2

Ásta Björnsdóttir sigraði b-úrslitin í T2 á Hrafni frá Holtsmúla. Mynd:Jaana Ikonen
Ásta Björnsdóttir sigraði b-úrslitin í T2 á Hrafni frá Holtsmúla. Mynd:Jaana Ikonen
Keppni í b-úrslitum fór fram í dag á NM2010. Þrjú íslensk ungmenni kepptu til b-úrslita í slaktaumatölti. Ásta Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði með 6,74 á hestinum Hrafni frá Holtsmúla. Keppni í b-úrslitum fór fram í dag á NM2010. Þrjú íslensk ungmenni kepptu til b-úrslita í slaktaumatölti. Ásta Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði með 6,74 á hestinum Hrafni frá Holtsmúla. Sigurður Rúnar Pálsson endaði í 8.sæti með 6,59 og Ragnheiður Hallgrímsdóttir endaði í 10.sæti með einkunnina 6,30.

Keppni heldur áfram á morgun og þá ráðast úrslitin.