Ásbjörn Ólafsson styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Fjölskyldufyrirtækið Ásbjörn Ólafsson hefur verið dyggur stuðningsaðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum undan farin ár og skemmtilegt að segja frá því að á sjálfan bóndadaginn skrifaði formaður landsliðsnefndar og Ásta Friðrika Björnsdóttir sviðstjóri ÁÓ undir áframhaldandi samstarfssamning til ársins 2022. 

Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikivægur til áframhaldandi uppbyggingju enda er næsta Heimsmeistaramót  í Berlín í sumar.

Landsliðsnefnd og stjórn LH eru afar þakklát fyrir stuðninginn

Á myndinni eru f.v. Ásta Friðrika Björnsdóttir sviðsstjóri, Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH, Guðmundur K Björnsson framkvæmdastjóri og Unnur Gréta Ásgeirsdóttir markaðsfulltrúi.