Árið 2007 metár í veltu hjá LH

24. október 2008
Fréttir
Velta Landsambands hestamannafélaga hefur líklega aldrei verið meiri en á árinu 2007. Tekjur voru ríflega 45 milljónir og gjöld tæplega 42 milljónir. Tekjur fyrir árið 2006 voru 27 milljónir króna. Reikningar beggja ára voru samþykktir á þingi LH í dag.Velta Landsambands hestamannafélaga hefur líklega aldrei verið meiri en á árinu 2007. Tekjur voru ríflega 45 milljónir og gjöld tæplega 42 milljónir. Tekjur fyrir árið 2006 voru 27 milljónir króna. Reikningar beggja ára voru samþykktir á þingi LH í dag.Velta Landsambands hestamannafélaga hefur líklega aldrei verið meiri en á árinu 2007. Tekjur voru ríflega 45 milljónir og gjöld tæplega 42 milljónir. Tekjur fyrir árið 2006 voru 27 milljónir króna. Reikningar beggja ára voru samþykktir á þingi LH í dag.

Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, segir að velta LH sé mun meiri þau ár sem heimsmeistaramót eru haldin. Tekjur og gjöld vegna íslenska landsliðsins séu tekin með í ársreikninginn. Tekjur af mótum árið 2007 voru um 16 milljónir króna og framlög og styrkir tæpar nítján milljónir. Umsvif vegna landsliðsins eru verulegur hluti af þessum upphæðum.

Maríanna kynnti fjárhagsáætlun fyrir árin 2009 og 2010. Hún segir að markmiðið sé að reka samtökin á núlli. Yfirstandandi kreppa komi þó án efa til með að hafa áhrif á rekstur LH eins og annarra íþróttasambanda. Tekjurnar séu að verulegum hluta styrkir frá bönkum og fyrirtækjum. Allir viti hver þeirra staða sé.

„Við verðum bara að vona að kreppan hafi góð áhrif á félagsandann, eins og margir hafa trú á. Gott innra starf og fjölgun í hestamannafélögunum hefur auðvitað jákvæð áhrif á heildar reksturinn. Hvað er betra við þessar aðstæður en skreppa á hestabak, eyða frístundunum með fjölskyldunni í hesthúsinu,“ segir Maríanna að lokum.