Gæðingakeppni - yngri flokkar

20. maí 2011
Fréttir
Ragnar Bragi Sveinsson sigurvegari barnaflokks á Landsmóti 2006. Mynd: Eiríkur Jónsson
Vert er að vekja athygli á því að í gæðingakeppni er keppendum í yngri flokkum heimilt að skrá til leiks og keppa á fleiri en einum hesti. Vert er að vekja athygli á því að í gæðingakeppni er keppendum í yngri flokkum heimilt að skrá til leiks og keppa á fleiri en einum hesti.

7.7.2 Keppnishesturinn í yngri flokkum

Keppandi í barna- unglinga- og ungmennaflokki má ekki mæta til keppni með hest, sem tekur þátt í öðrum greinum mótsins, nema hann sýni hann sjálfur.
Lög og reglur LH / 2011 - 1

Hver keppandi má skrá til leiks fleiri en einn hest. Komi barn, unglingur eða ungmenni fleiri en einum hesti í úrslit verður hann að velja hvaða hesti hann ríður í úrslitum. Sé mótið jafnframt úrtaka fyrir Landsmót, fjórðungsmót eða stórmót gildir sú ákvörðun einnig um það hvaða hest hann mæti með á það mót enda mega keppendur yngri flokka á stórmótum einungis keppa á einum hesti hver. Keppandi í yngri flokki á Landsmóti getur ekki jafnframt verið varaknapi með annan hest í sínum flokki heldur þarf að velja, eins og ofan greinir, hvaða hest hann hyggst fara með í úrslit og jafnframt þá á Lands, fjórðungs eða stórmót.

Sá hestur, sem keppandi í barna- unglinga- eða ungmennaflokki mætir með í keppni, verður að vera í eigu aðalfélaga sama félags og keppandinn er í.

Forfallist skráður hestur keppanda á lands-, fjórðungs- eða stórmóti, kemur varakeppandi og hestur hans í stað þess forfallaða.