Fréttir

Hreimur Örn, Karlakór Kjalnesinga og páskalambið á Þeir allra sterkustu

Hreimur Örn Heimisson og Karlakór Kjalnesinga munu halda uppi stuðinu á Þeir allra sterkustu.

Fleiri frábærir gæðingar í stóðhestaveltunni á Þeir allra sterkustu

Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Geggjað happdrætti á Þeir allra sterkustu

Happdrættið á Þeir allra sterkustu er með geggjuðum vinningum í ár.

Enn fjölgar stórstjörnum í stóðhestaveltunni

Í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 hátt dæmdir stóðhestar. Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

Hvað mætir Jói Skúla með í töltið á Þeir allra sterkustu?

Jóhann Rúnar Skúlason, margfaldur heimsmeistari í tölti, mætir í töltið á "Þeir allra sterkustu". Jói er margfaldur heimsmeistari í tölti og nú er bara að sjá hvaða gæðing hann teflir til leiks en hann er ekki vanur að mæta nema til að sigra.

Þráinn frá Flagbjarnarholti á „Þeir allra sterkustu“

Hæst dæmdi stóðhestur heims Þráinn frá Flagbjarnarholti mætir á „Þeir allra sterkustu“. Margir bíða spenntir eftir að sjá Þráinn sunnan heiða en hann setti heimsmet sl. sumar þegar hann hlaut 8,95 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Þráinn er undan Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum og Álfi frá Selfossi og er einn af þeim fjölmörgu súperhestum sem eru í pottinum í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Tollur á öllum keyptum miðum í stóðhestaveltunni

Í stóðhestaveltunni til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 tollar undir hátt dæmda stóðhesta. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“ og kostar hvert umslag 35.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið. Allir sem kaupa umslag fá toll undir fyrstu verðlauna stóðhest og styrkja um leið landsliðið.

Vinsælustu stóðhestar landsins í stóðhestaveltunni

Í stóðhestaveltunni til styrktar landsliðs Íslands í hestaíþróttum eru u.þ.b. 100 tollar undir hátt dæmda stóðhesta. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“ og kostar hvert umslag 35.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Katla frá Hemlu og Konsert frá Hofi mætast í tölti

Hestagullið Katla frá Hemlu mætir í sína fyrstu töltkeppni á „Þeir allra sterkustu“. Þar mætir hún engum öðrum en Konserti frá Hofi sem óþarft er að kynna, ásamt fjórum öðrum sterkum tölturum sem ríða til úrslita. Ekki verður riðin forkeppni.

Mögnuð stóðhestavelta á „Þeir allra sterkustu“

Enn bætast stór nöfn í pottinn í stóðhestaveltu landsliðsnefndar LH til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Sala á umslögum í stóðhestaveltunni fer fram á „Þeir allra sterkustu“. Forsala aðgöngumiða er í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Mætum öll og tryggjum okkur toll undir einn af vinsælustu stóðhestum landsins.