Fréttir

Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál?

FT Félag tamningamanna og LH Landsamband hestamannafélaga heldur opin fund um þróun keppnismála fimmtudag 12 september uppi í veislusal reiðhallar Fáks kl.19.30

Vinir Skógarhóla – óskað eftir sjálfboðaliðum

Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu

Leiðtogasnámskeið FEIF fyrir ungt fólk

FEIF og LH auglýsa eftir þátttakendum á fjórða leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára

Reiðleið um Esjuhlíðar

reiðleiðin/þjóðleiðin með Esjuhlíðum var opnuð á ný eftir lokun í hartnær 50 ár

Fleiri reiðleiðir í kortasjá LH

Búið að setja inn viðbót í Kortasjá og auk þess gerðar nokkrar breytingar og leiðréttingar

Landsliðinu boðið til móttöku í Ráðherrabústaðnum

Í tilefni af glæsilegum árangri landsliðs Íslands í hestaíþróttum á heimsmeistaramótinu í Berlín bauð Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 30. ágúst. Þar áttu liðið og landsliðsteymið notalega kvöldstund með ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins.

Frábær árangur íslenska landsliðsins á HM

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í gær í Berlín. Íslendingar hlutu sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbótahrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki.

Skrifstofa LH lokuð til 14. águst

Skrifstofa LH er lokuð til 14.ágúst vegna heimsmeistarmóts íslenska hestsins í Berlín.

Olil Amble efst í fimmgangi eftir forkeppni

Forkeppni í fimmgangi er nú lokið á Heimsmeistaramótinu í Berlín. Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum áttu frábæra sýningu og eru efst eftir forkeppni með einkunnina 7,53 og Gústaf Ásgeir Hinrkisson er fimmti eftir forkeppni og mæta þau bæði í a-úrslit á sunnudag. Í ungmennaflokki áttu Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum mjög góða sýningu en voru dæmd úr leik vegna smávægilegs áverka og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey frá Blesastöðum drógu sig úr keppni þar sem Bjarkey varð fyrir óhappi á æfin

Forkeppni í fjórgangi á HM í Berlín

Þriðjudaginn 6. ágúst hófst íþróttakeppni heimsmeistarmótsins í Berlín með forkeppni fjórgangi. Íslendingar tefldu fram fjórum knöpum í flokki fullorðinna og tveimur í ungmennaflokki. Efstur eftir forkeppni er Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi með 7,67 í einkunn, annar er Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum með 7,43. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði enduðu sjöttu og eru þar með efstir inn í b-úrslit sem fara fram á laugardag. Máni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi áttu ekki sinn besta dag og náðu ekki í úrslit. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk eru í öðru sæti í flokki ungmenna og Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skirðu eru fjórðu inn í úrslit. Öll a-úrslit fara fram á sunnudag og verður spennandi að fylgjast með okkar fólki þar.