Fréttir

Íslandsmet Guðmundar Björgvinssonar staðfest

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók á fundi sínum þann 24. Júlí 2017 til afgreiðslu metumsókn í 100 metra fljúgandi skeiði. Mótið fór fram á Íslandsmóti á Gaddstaðaflötum við Hellu, mótssvæði Geysis þann 9. júlí 2017.

Afgreiðsla stjórnar LH um metumsókn á Fáksvelli 27.maí 2017

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók á fundi sínum þann 24. Júlí 2017 til afgreiðslu metumsókn í 100 metra fljúgandi skeiði. Mótið fór fram í Víðidal, mótssvæði Fáks, þann 27. maí 2017.

RÚV færir þér HM í Hollandi

Þar sem það styttist sjálft heimsmeistaramót Íslenska hestsins í Hollandi þá er ekki úr vegi að vekja athygli á fyrirhugaðri umfjöllun RÚV um mótið.

Góð stemning í Líflandi á formlegri kynningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum 2017

Það var góð stemning á formlegri kynningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum í verslun Líflands Lynghálsi í gær, en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins. Smávægilegar breytingar hafa orðið á skipan liðsins en Sigursteinn Sumarliðason og Finnur frá Ármóti koma í stað Hængs frá Bergi og Jakobs Svavars Sigurðssonar í flokki 6v stóðhesta. Mikill hugur er í liðsmönnum og væntingar um góðan árangur á mótinu. Hestarnir fara með Icelandair 29 júlí og þeim fylgja nokkrir knapar og (fulltrúi landsliðsnefndar). Landsliðið flýgur svo út 2.ágúst. Rúv mun gera samantektarþætti á meðan á mótinu stendur og fyrsti þátturinn fer í loftið 6.júlí. Endilega fylgist vel með á rúv og ruv.is. Hér má sjá lista yfir fullskipað liðið og keppnisgreinar sem hver tekur þátt í.

Formleg kynning á landsliði Íslands í hestaíþróttum 2017

Landslið Íslands í hestaíþróttum 2017 verður kynnt formlega hjá aðal styrktaraðila liðsins Líflandi Lynhálsi 4 í dag kl.17:00. Allir velkomnir

Samningar um LM2020 undirritaðir

Á föstudaginn s.l. voru undirritaðir samningar vegna Landsmóts hestamanna 2020 á Rangárbökkum. Það eru öll hestamannafélög á Suðurlandi frá Lómagnúp að Hellisheiði sem standa að samningnum og fulltrúar allra mættu við undirskrift.

Bein útsending frá Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum á Rangárbökkum 6-9 júlí 2017

Nú er aðgengilegt að fylgjast með beinni útsendingu frá Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum á Gaddstaðaflötum 6-9 júlí 2017 á www.oz.com/lh

Áhugamannadeild Spretts 2018

Eftir frábæra mótaröð 2017 er undirbúningur hafinn fyrir fjórða keppnisár deildarinnar. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast mjög vel og erum við Sprettarar gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar.