Fréttir

ÍSÍ heiðrar íþróttamenn sérsambanda

Allir íþróttamenn ársins hjá sérsamböndum innan ÍSÍ voru heiðraðir á hátíðarkvöldverði í Hörpu í gær fimmtudag. Þar á meðal var okkar maður og knapi ársins, Árni Björn Pálsson á meðal jafningja. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður ársins hlaut í lokin titilinn "Íþróttamaður ársins".

Meistaradeild - tveir nýjir í liði Heimahaga

Nú er rétt mánuður í að Meistaradeild í hestaíþróttum hefjist en fyrsta mót fer fram í Fákaseli þann 9. febrúar en keppt verður í fjórgangi. Nú á næstu dögum ætlum við að kynna hvert lið fyrir sig en fyrsta liðið sem við kynnum til sögunnar er lið Heimahaga.

Knapi ársins í beinni útsendingu á RÚV2 í kvöld!

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2016. Hófið verður haldið í kvöld, þann 29. desember, í Hörpu og hefst kl. 18:00.

Velferð dýra og flugeldar

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Landssamband hestamannafélaga dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður.

Ár reiðmennskunnar 2017

Súsanna Sand formaður FT er með vangaveltur um stöðu reiðmennsku, tamninga og reiðkennslu.

Gleðileg jól hestamenn!

Landssamband hestamannafélaga óskar hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Opnunartími yfir hátíðarnar

Skrifstofa LH verður með örlítið skertan opnunartíma yfir hátíðarnar, sjá nánar hér fyrir neðan.

Opið málþing um stöðu keppnismála

Félag tamningamanna heldur opið málþing um stöðu keppnismála fimmtud 5. janúar kl.19.30 í Harðarbóli Mosfellsbæ.

Jólagjöf hestamannsins!

Í tilefni jóla hafa LH, LM og BÍ ákveðið að bjóða upp á jólagjafabréf á Landsmótsmyndböndum í WorldFeng. Þar er að finna myndbönd af öllum sýndum hrossum á Landsmóti 2016 og 2014.

Suðurlandsdeildin

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni.