Fréttir

Miðasala hafin á Ístöltið

Miðsalan hófst með látum í dag og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Skautahöllinni í Laugardalnum. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500 og jafnframt er hægt að taka snúning með lukkudísunum því happdrættismiðar eru einnig til sölu á kr. 1.000 stk.

FEIF Youth Cup - umsóknarfrestur til 1. apríl

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. – 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014 er upplýsingasíða mótsins.

Ungir og efnilegir á ís

Stóðhestakynningin á Ístöltinu er alltaf spennandi dagskrárliður þessa glæsilega kvölds og hestamenn geta farið að láta sér hlakka til laugardagskvöldsins 5. apríl n.k. Um átta stóðhestar mæta í Laugardalinn ásamt knöpum sínum og sýna hrossaræktendum kosti sína á svellinu.

Meistarar á mögnuðum hestum

Nú þegar vika er í Ístölt þeirra allra sterkustu eru línur aðeins farnar að skýrast varðandi hestakost knapa. Áhorfendur verða ekki sviknir af þeirri töltveislu sem framundan er og við munum næstu daga kynna keppendur til leiks.

Vesturlandssýning í Faxaborg

Vesturlandssýning í Faxaborg Borgarnesi laugardaginn 29. mars 2014 – kl. 20:00.
 Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar. Aðganseyrir: 13 ára og yngri 1.000 kr. og 14 ára og eldri 2.500 kr.

Flottir hestar í úrtöku

Úrtaka fyrir þá Allra sterkustu fór fram í Skautahöllinni á laugardagskvöldið var. Alls voru það 22 knapar sem freistuðu þess að næla sér í sæti á Ístöltinu þann 5. apríl n.k. Vitanlega var einungis riðin forkeppni og gekk þetta litla mót afar vel í Laugardalnum.

Bikarmót LH

Bikarmót LH verður haldið dagana 23. og 24.apríl 2014 í Spretti og Fáki.

KEA mótaröðin - Smali og skeið

Enn magnast spennan í KEA mótaröðinni þegar síðasta kvöldið nálgast. Mótanefnd og fulltrúar liða liggja nú yfir hönnun og smíði þrautabrautar fyrir smalann. Stefnt er á að brautin verði tilbúin stuttu fyrir mót svo liðin geti æft sig. Það er kjörið fyrir þá sem ekki eru þátttakendur í mótinu að reyna að komast aðeins að og prófa að fara brautina. Höllin verður opin eins og áður fyrir mótið.

KEA mótaröðin - úrslit úr töltinu

Hér má sjá niðurstöður KEA mótaraðarinnar þar sem keppt var í tölti.

Allt klárt fyrir úrtöku

Úrtökumót fyrir Ístölt – þeirra allra sterkustu, fer fram á laugardaginn kemur, þann 22. mars 2014 í Skautahöllinni í Laugardal. Keppnin hefst kl. 18:30.