Fréttir

Miðasalan fer vel af stað

Miðasala er hafin á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember. Hægt er að kaupa miða á Broadway, Ármúla 9 en einnig getur landsbyggðarfólk keypt miða í síma 533-1100 milli 13 og 16 alla virka daga fram að hátíðinni.

Mótaskrá LH

Skrifstofa LH tekur á móti skráningum í mótaskrá sambandsins. Upplýsingar um mót og sýningar skal senda á netfangið hilda@landsmot.is. Frestur til að senda inn upplýsingar rennur út 15. nóvember.

59. Landsþing LH á Selfossi 2014

Landsþingin eru haldin annað hvert ár og formannafundir þess á milli. Í ár verður formannafundur félaga LH haldinn í húsakynnum ÍSÍ föstudaginn 8. nóvember n.k. Stjórn LH hefur nú hins vegar þegið boð Sleipnismanna um að verða gestgjafar að 59. Landsþingi LH sem haldið verður í október 2014.

Uppskeruhátíðin 9. nóvember

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember næstkomandi. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, hátíðarmatseðill, skemmtiatriði, verðlaun afhent og fjörugt ball í lokin.

Evrópumót yngri keppenda í TREK

Evrópumótið í TREK í hestaferðamennsku 2013 var haldið við bæinn Mont-le-Soie í Belgíu. Formaður og varaformaður Landssambands hestamannaélaga voru gestir mótsins. Þar fréttu þeir að liðsstjóri svissnesku sveitarinnar, Maude Radelet hefði náð góðum árangri í TREK-keppnum á íslenskum hesti. Þeir fengu Maude til að ræða reynslu sína í stuttu viðtali.

Andlát: Sigurður Sigmundsson

Sigurður Sigmundsson ljósmyndari, bóndi og fréttaritari Morgunblaðsins og Sunnlenska fréttablaðsins, er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést í gær á heimili sínu að Vesturbrún á Flúðum.

Ný vefsíða Knapamerkjanna

Í loftið er komin endurnýjuð og uppfærð heimasíða Knapamerkjanna, knapamerki.is. Á síðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem sækja nám í Knapamerkjum eða eru að kenna þau.

FEIF fréttir

Það er alltaf eitthvað að gerast í herbúðum FEIF. Til að mynda hefur FEIF nýlega borist umsókn um HM2017 frá Hollendingum. Viðburðanefnd FEIF mun fara yfir umsóknina og heimsækja staðinn sem fram er boðinn í Hollandi, til að geta gefið stjórn FEIF skýrslu og niðurstöður sinna athugana.

Umsóknir um þjálfarastyrki

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.

Dagur íslenskrar náttúru – 16. september 2013

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.