Fréttir

A-flokkur gæðinga Geysi

FM á Austurlandi hefst í dag

Dagskrá Fjórðungsmóts á Austurlandi hefst í dag föstudag á dómum kynbótahrossa. Í framhaldinu fer fram forkeppni í barna-, unglinga- og B-flokki auk töltkeppni og kappreiða.

Skógarhólar - nýir staðarhaldarar

Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu.

Ólafur E. Rafnsson látinn

Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss í gær þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World - Alþjóðakörfuknattleikssambandsins.

Sumarsmellur Harðar - opið mót

Sumarsmellur Harðar verður haldið 28-30 júní næstkomandi. Keppnisgjald er 3500 í öllum flokkum nema Barna og Unglingaflokkum.

Frábær fundur með landsliðinu

Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. er einn af samstarfsaðilum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum og tóku menn á þeim bænum sannarlega vel á móti landsliðsknöpum og öðrum gestum á fundi sem landsliðsnefnd LH hélt í gær.

Fjórðungsmót Austurlands

Reiðleiðir á Þingvöllum

Umferð hestamann var mikil um síðustu helgi í gegnum þjóðgarðinn enda sleppitúrar hestamanna í hámarki og voru um 400 hross á Skógarhólum ásamt fjölmörgum knöpum. Almennt gekk ágætlega hjá flestum en eitthvað er um að hestamenn fari ekki réttar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og missi frá sér hross vegna ýmissa ástæðna.

Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí

Hestamannafélagið Léttir mun halda Íslandsmót yngri flokka á Akureyri 18-21 júlí. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com og lýkur skráningu á miðnætti 11. júlí. Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hverja grein.

Glæsileg úrtaka og Gullmót

Eftir HM-úrtöku í síðustu viku og glæsilegt Gullmót sem lauk á sunnudaginn, hafa sjö knapar tryggt sér sæti í liðinu. Að auki eigum við þrjá ríkjandi heimsmeistara sem allir hafa staðfest þátttöku sína á HM2013.