Fréttir

Viðbrögð við grun um kynferðislegt ofbeldi

Vegna umfjöllunar fjölmiðla undanfarna viku um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og unglingum vill skrifstofa LH benda á leiðbeinandi efni um þetta málefni á heimasíðu ÍSÍ.

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ

STYRKUR ÍÞRÓTTA - Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.

Gæðingadómarar, takið daginn frá!!

Upprifjunarnámskeið Gæðingadómarafélags LH verður haldið á tveim stöðum í mars mánuði, annarsvegar sunnudaginn 10. mars á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ frá kl 10 – 16 og hins vegar á Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn 26.mars frá kl 18 – 22.

HM2013 – undirbúningur og fræðsla

Landsliðsnefnd og liðsstjóri Íslenska landsliðsins boða til kynningarfundar miðvikudaginn 16. janúar n.k. fyrir alla þá sem hafa hug á því að taka þátt í úrtöku fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í byrjun ágúst.

Fleiri leiðir inn í Kortasjána

Reiðleiðir í Skagafirði og að hluta inn á Eyjafjarðarsvæðið eru nú komnar í Kortasjána.

Meðferð og umhirða hrossa - fræðsla

Fræðsluerindi um meðferð og umhirðu hrossa verður haldið miðvikudag 16. janúar á Sörlastöðum kl 20:00

Reiðnámskeið fyrir fötluð börn og ungmenni

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun.

Vorfjarnám 2013 - þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ

Vorfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur. Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 25.000.-

Námskeið á vegum HÍDÍ

Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ hafa ákveðið að upprifjunarnámskeið verður annars vegar haldið miðvikudaginn 13.febrúar kl.17:00-22:00 í Reykjavík

Sýnikennsla með þreföldum heimsmeistara

Á laugardaginn klukkan 20:00 verður Stian Pedersen með sýnikennslu á Sörlastöðum í Hafnarfirði.