Fréttir

Tilnefningar til knapaverðlauna á Uppskeruhátíð

Nefnd um knapaval á Uppskeruhátíð hestamanna hefur skilað af sér tilnefningum. Tilnefndir eru fimm knapar í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins. Einn úr hverjum flokki mun svo hljóta verðlaun á Uppskeruhátíðinni þann 9. nóv.

Miðasalan fer vel af stað

Miðasala er hafin á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fer á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember. Hægt er að kaupa miða á Broadway, Ármúla 9 en einnig getur landsbyggðarfólk keypt miða í síma 533-1100 milli 13 og 16 alla virka daga fram að hátíðinni.

Mótaskrá LH

Skrifstofa LH tekur á móti skráningum í mótaskrá sambandsins. Upplýsingar um mót og sýningar skal senda á netfangið hilda@landsmot.is. Frestur til að senda inn upplýsingar rennur út 15. nóvember.

59. Landsþing LH á Selfossi 2014

Landsþingin eru haldin annað hvert ár og formannafundir þess á milli. Í ár verður formannafundur félaga LH haldinn í húsakynnum ÍSÍ föstudaginn 8. nóvember n.k. Stjórn LH hefur nú hins vegar þegið boð Sleipnismanna um að verða gestgjafar að 59. Landsþingi LH sem haldið verður í október 2014.

Uppskeruhátíðin 9. nóvember

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin hátíðleg á Broadway laugardagskvöldið 9. nóvember næstkomandi. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, hátíðarmatseðill, skemmtiatriði, verðlaun afhent og fjörugt ball í lokin.

Evrópumót yngri keppenda í TREK

Evrópumótið í TREK í hestaferðamennsku 2013 var haldið við bæinn Mont-le-Soie í Belgíu. Formaður og varaformaður Landssambands hestamannaélaga voru gestir mótsins. Þar fréttu þeir að liðsstjóri svissnesku sveitarinnar, Maude Radelet hefði náð góðum árangri í TREK-keppnum á íslenskum hesti. Þeir fengu Maude til að ræða reynslu sína í stuttu viðtali.