Barna- og skemmtidagskrá verður kynnt á næstu dögum

08. júní 2008
Fréttir
Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Helstu áherslur í ár eru að Landsmót sé fjölskylduhátíð hestamanna. Opnaður verður glæsilegur afþreyingargarður fyrir unga fólkið, Húsasmiðjugarðurinn. Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt. Helstu áherslur í ár eru að Landsmót sé fjölskylduhátíð hestamanna. Opnaður verður glæsilegur afþreyingargarður fyrir unga fólkið, Húsasmiðjugarðurinn.

Margir hafa beðið með óþreyju eftir því að afþreyingar- og skemmtidagskrá Landsmóts verði kynnt.  Helstu áherslur í ár eru að Landsmót sé fjölskylduhátíð hestamanna. Opnaður verður glæsilegur afþreyingargarður fyrir unga fólkið, Húsasmiðjugarðurinn. Þar verður boðið uppá gæslu gegn vægu gjaldi og afar fjölbreytta afþreyingu í sveitastíl.  Keppnisdagskrá er þétt að venju og nú allra næstu daga verður glæsileg skemmtidagskrá kynnt ásamt fjölbreyttri afþreyingu fyrir börnin.  Að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra verður íslenski gæðingurinn að venju í fyrsta sæti.  Helstu áherslubreytingar liggja helst í því að höfða sérstaklega til fjölskyldufólks.  ,,Það er einkum tvennt sem við leggjum áherslu á í þeim efnum“ segir Jóna Fanney.  Í fyrsta lagi að koma upp glæsilegu afþreyingarsvæði fyrir börnin þannig að þau upplifi sveitina og leik útí náttúrunni.  Fjöldi landsþekktra skemmtikrafta mun þó kíkja í heimsókn í Húsasmiðjugarðinn og skemmta sér með þeim.   Í öðru lagi ætlum við að sjálfsögðu að sletta úr klaufunum eftir að keppnishluta lýkur en við byrjum fyrr á dansleikja- og skemmtihaldi og hættum fyrr, enda þétt dagskrá frá morgni til kvölds fyrir hestaáhugafólk.  Það verður karnival stemning og heill her víkinga slær t.a.m. upp tjaldbúðum á föstudeginum. Þetta verður glæsileg dagskrá og ég lofa að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi.  Við erum að hnýta lausa enda og munum kynna glæsilega skemmtidagskrá nú í vikunni“  segir Jóna Fanney að lokum.