Fréttir

Fréttatilkynning: stolnir hnakkar

Að gefnu tilefni viljum við minna eigendur Ástundar hnakka á að allir hnakkar frá árinu 2004 og lofthnakkar frá árinu 1999 eru merktir með raðnúmeri og eigenda skráning á sér stað við sölu.

Ráslisti Landsmóts

Mótsstjórn Landsmóts hestamanna sem er nú rétt handan við hornið, hefur gefið út ráslista mótsins. Til að rifja upp dagskrána fyrstu dagana þá hefst keppni á forkeppni í B-flokki gæðinga, þá barnaflokki og lýkur deginum á ungmennaflokki. Á kynbótabrautinni fer fram forsýning í flokki 7v, 6v og hluta 5v hryssa.

Kappreiðar 300m stökk

Keppt verður í 300m stökki á Landsmótinu sem hefst á mánudaginn kemur í Reykjavík. Keppnin fer fram föstudaginn 29. júní kl 18.15 á stóra vellinum.

Aganefnd LH staðfestir úrskurð dómara

Aganefnd LH hefur staðfest ógildingu gæðingadómara á sýningu Tinna frá Kjarri í A flokki gæðinga á sameiginlegri úrtökukeppni Sleipnis, Ljúfs og Háfeta, sem fram fór 2. júní 2012.

Íslandsbanki og Ergó styðja við Landssamband hestamanna

Reykjavík 19. júní 2012 Íslandsbanki, Ergó, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband Hestamannafélaga (LH) hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn er til þriggja ára og verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili LH á því tímabili.

Klár í keppni - tímasetningar

Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2012 skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.

Gæðingakeppni Funa - dagskrá

Gæðingakeppni Funa fer fram á Melgerðismelum laugardaginn 16. júní.

Til mótshaldara

LH vill minna þá sem sjá um mót hjá hestamannafélögunum og eru að nota Sportfeng að senda inn niðurstöður mótsins, þ.e. úr Kappa í Sportfeng.

Fasteignagjöld

Landsamband hestamannafélaga fagnar samþykkt Alþingis á frumvarpi Innanríkisráðherra til breytingar á lögum nr.4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem tryggir að öll hestahús hvar sem þau standa á landinu flokkist a-lið 3 mgr.3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Þolreið á Landsmóti

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.