Fjölbreytt dagskrá á Hestatorginu á LM

30. nóvember 1999
Fréttir
Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.

Hið íslenska Hestatorg verður sett upp á landsmótssvæðinu á Hellu í næstu viku. Hestatorgið er samstarfsverkefni félagasamtaka, stofnana og skóla er tengjast hrossarækt og hestamennsku á Íslandi. Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á Ísland sem upprunaland íslenska hestsins og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan þessa geira hér á landi.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Hestatorginu yfir landsmótið, reiðkennarar munu vera með sýnikennslu, flutt verða áhugaverð fræðsluerindi og aðilar torgsins munu kynna sig og sitt starf. Torgið verður opnað fimmtudaginn 3. júlí og uppákomur verða í boði frá föstudegi til sunnudags.

Að auki munu heiðursverðlauna stóðhestarnir Kraflar og Keilir frá Miðsitju og Orri og Þorri frá Þúfu heimsækja torgið og hinn frægi Sleipnisbikar verður þar til sýnis, en allir þessir hestar hafa unnið þann merka grip á Landsmótum fyrri ára. Það er Hestatorginu því sannur heiður að fá þá bræður og feðga í heimsókn og mun nærvera þeirra án efa gleðja marga sem jafnvel hafa aldrei barið þessa frægu gripi augum. Járningamannafélagið mun hamra járnið á staðnum og hægt verður að kynna sér gagnagrunninn WorldFeng á staðnum, o.fl. o.fl.

Hestatorgið verður staðsett inni í reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn!

Heildardagskrá torgsins má sjá HÉR