Fréttir

Sögusetur íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal flytur í nýuppgert húsnæði og opnar fyrsta áfanga af þremur í yfirlitssýningunni, Íslenski hesturinn og vídeó-og ljósmyndasýninguna, Hesturinn í náttúru Íslands, laugardaginn 14. ágúst. Í tilefni af opnuninni verður Sögusetrið opið frá klukkan 18 – 22 um kvöldið.

Heimsmeistarinn Guðmundur Einarsson mætir!

Guðmundur Einarsson, heimsmeistari og Norðurlandameistari í skeiðgreinum, mun koma til Íslands í haust og miðla af þekkingu sinni á hátíðarsýningu Félags Tamningamanna, sem haldinn er í tilefni af 40 ára afmæli félagsins.

Stórmót Funa

Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst. Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmenna¬flokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.

Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum

Hér má sjá hollaröð á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum sem fer fram dagana 13. - 18. ágúst  2010.

Myndir frá NM2010

Í ljósmyndasafni LH er nú að finna fjölmargar mannlífsmyndir sem teknar voru á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Ypaja í Finnlandi sem fram fór dagana 4.-8.ágúst 2010.

Sumartölt Sörla – Úrslit

Sumartölt Sörla var haldið í kvöld að Sörlastöðum í frábæru veðri. Þátttaka var ágæt og voru mjög sterkir hestar í úrslitum eins og einkunnirnar sýna.

Hósti í folöldum krefst aukins eftirlits

Eigendur og umsjónarmenn eru hvattir til að fylgjast vel með folöldum. Ástæða er til að ætla að þau geti í einhverjum tilfellum fengið lungnabólgu upp úr smitandi hósta og jafnvel drepist í kjölfarið ef meðhöndlun hefst ekki í tæka tíð.

Síðsumarsýning Gaddstaðaflötum

Vegna mikilla skráninga mun kynbótasýningin á Gaddstaðaflötum hefjast föstudaginn 13. ágúst. Tímaröðun verður birt eins fljótt og kostur er.                                  

Ráslistar fyrir Íslandsmót yngri flokka

Ráslistar fyrir Íslandsmót yngri flokka sem fer fram á Hvammstanga dagana 12.-15.ágúst.

Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót yngri flokka fer fram dagana 12.-15. ágúst nk. á félagssvæði Þyts á Hvammstanga. Hér má sjá dagskrá mótsins.