Fréttir

Ferð á Youth Cup til Kalö í Danmörku

Þann 9. júlí lagði þessi föngulegi hópur skipaður 10 krökkum, 3 fararstjórum og 1 þjálfara á Youth Cup í Danmörku og voru til 18. júlí.

Stórmót Geysis - dagská

Dagskrá Stórmóts Geysis, fimmtudag til sunnudags.

Sumartölt Sörla 2010

Sumartölt Sörla verður haldið að Sörlastöðum 11. ágúst klukkan 18:00.

Fiskidagskappreiðar

Vegna eftirspurnar hefur mótanefnd Hrings ákveðið að bæta við 150m skeiði inn í áður auglýsta dagskrá Prómens Fiskidagskappreiða. Vonumst við til að sem flestir láti sjá sig.

Skrifstofa LH lokuð frá kl 14 í dag.

Skrifstofa LH lokar kl 14 í dag vegna jarðarfarar Tómasar Ragnarssonar.

Staða þekkingar á smitandi hósta í hrossum í júlí 2010

Niðurstöður úr krufningum hrossa með smitandi hósta, sem lógað var í rannsóknaskyni á Tilraunastöðinni á Keldum,  benda eindregið til að einkenni veikinnar megi rekja til streptókokkasýkingar (Streptococcus zooepidemicus) í hálsi hrossanna.

Youth Cup 2010 lokið

Youth Cup í Danmörku lauk nú um helgina og gengu íslensku krökkunum vel þrátt fyrir byrjunarörðuleika með hestana fyrr í vikunni. Þau kepptu í CR1, F2, FS2, PP2, T5, T6, T7, V2 og FR1 og voru helstu úrslit þessi.

Skráning hafin á Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2010

-Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH. Síðasti skráningardagur er 29. júlí.

Stórmót Geysis

Stórmót Geysis er gæðingakeppni sem haldin verður á gaddstaðaflötum við Hellu um verslunarhelgina, dagana 29 júlí til 1 ágúst. Fyrir hugað er að klára alla undankeppni á fimmtudegi og föstudegi ásamt yfirlitsýningu kynbótahrossa. Síðan fer laugardagur og sunnudagur í b-úrslit og a-úrslit í öllum flokkum ásamt góðri kynningu á 10 hæðst dæmdu kynbótahrossunum í hverjum flokki og sitthvað fleira skemmtilegt t.d. Íslandsmót í járningum og kappreiðar.

Fiskidagskappreiðar 2010

Fimmtudaginn 5. ágúst kl 17:00 verða haldnar kappreiðar á Hringsholtsvelli í Svarfaðardal við Dalvík. Keppt verður í 100m skeiði fljúgandi start, 250 m brokk, stökk og skeið úr startbásum. – Rafræn tímataka.