Fréttir

Nýárstölt Léttis og Líflands

Nýárstölt Líflands og Léttis verður haldið í Top Reiterhöllinni föstudaginn 15. janúar klukkan 20:00. Skráning er á staðnum og hefst klukkan 19:00.

800 reiðslóðir í vefbanka

Langstærsti reiðslóðabanki landsins hefur verið aukinn og endurbættur. Þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru einkum úr Dölum og Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Aðgangur að bankanum er ókeypis á www.jonas.is.

Tilkynning frá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands (HÍDÍ)

Aðalfundur HÍDÍ verður mánudaginn 18.janúar 2010 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Fundurinn hefst stundvíslega  kl 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Boðið verður uppá kaffi og kleinur.

FEIF fréttir - mikið um að vera

- Heimsmeistaramót íslenska hestsins árið 2013 verður haldið í Berlín, Þýskalandi. Nánar tiltekið í Karlshorst. - Fyrsta alþjóðlega FEIF námskeiðið fyrir alþjóðlega FEIF íþróttadómara, þjálfara og reiðkennara (2.og 3. stig) verður haldið 10.-11.apríl 2010 á íslandshestabúgarðinum Lipperthof í Wurz Þýskalandi þar sem hinn virti Gerd Heuschmann mun flyta fyrirlestur. - Evrópumótið á ís 2010 verður haldið 12.-13.mars í Berlín. Nánari upplýsingar er að finna á www.icehorse2010.de - WorldCUP 2010 verður haldið 18-.20. febrúar 2010 í Óðinsvé, Danmörku, á sama tíma og árleg FEIF ráðstefna stendur yfir. Sjá fréttabréf á ensku hér fyrir neðan:

Hrossanámskeið LBHÍ

Endurmenntun LbhÍ kynnir ykkur nú námskeið á vorönn er lúta að hestamennsku og eru komin á skrá. Mikilvægt er ávallt að skrá sig um viku fyrir dagsett námskeið til að tryggja sér sæti og staðfesta svo í framhaldi. Að jafnaði er krafist greiðslu á staðfestingargjaldi fyrir námskeið og svo sendur greiðsluseðill fyrir afgang námskeiðsgjalds eftir námskeiðið. Margir starfs- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga koma að niðurgreiðslu vegna þátttöku á námskeiðum, m.a. Starfsmenntasjóður bænda (sem búa á lögbýlum).

Skýrsla Samgöngunefndar 2009

Skýrsla samgöngunefndar LH er nú aðgengileg á heimasíðunni. Einnig er að finna umsóknir og úthlutanir reiðvegafés fyrir árið 2009 ásamt fjárheimildum ársins 2009. Skýrslurnar er að finna undir Ýmsilegt -  Reiðvegir

Mótaskrá LH 2010

Mótaskrá Landssambands hestamannafélaga 2010 er nú hægt að sjá hér á síðunni. Á forsíðunni, hægra megin, er að finna tengilinn Mótaskrá 2010. Mótaskránna er einnig hægt að skoða hér.

Á döfinni hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands

Nú er vetrardagskráin hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands farin að skýrast og hér fyrir neðan má sjá helstu viðburði: