Mikill áhugi á þátttöku í ræktunarbúsýningu á LM

09. júní 2008
Fréttir

Mjög góð þátttaka var í skráningu ræktunarbússýninga á Landsmót 2008. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn um þátttöku á komandi Landsmóti en skv. venju eru það tíu bú sem valin eru úr umsóknum. Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007 er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það 12 bú sem koma fram. Vegna þessa mikla fjölda og þeirrar staðreyndar að öll búin eru verðug til þátttöku í sýningu á Landsmóti 2008 hefur verið ákveðið að dregið verði um þátttöku í sýningunni. Mjög góð þátttaka var í skráningu ræktunarbússýninga á Landsmót 2008. Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn um þátttöku á komandi Landsmóti en skv. venju eru það tíu bú sem valin eru úr umsóknum. Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007 er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það 12 bú sem koma fram. Vegna þessa mikla fjölda og þeirrar staðreyndar að öll búin eru verðug til þátttöku í sýningu á Landsmóti 2008 hefur verið ákveðið að dregið verði um þátttöku í sýningunni.

Mjög góð þátttaka var í skráningu ræktunarbússýninga á Landsmót 2008.  Tuttugu ræktunarbú sendu inn umsókn um þátttöku á komandi Landsmóti en skv. venju eru það tíu bú sem valin eru úr umsóknum.  Ræktunarbúum áranna 2006 og 2007 er jafnframt boðin þátttaka þannig að í heild eru það 12 bú sem koma fram.  Vegna þessa mikla fjölda og þeirrar staðreyndar að öll búin eru verðug til þátttöku í sýningu á Landsmóti 2008 hefur verið ákveðið að dregið verði um þátttöku í sýningunni.  

 

Sýning ræktunarbúa hefur verið sett á dagskrá landsmóts,föstudaginn 4. júlí milli kl. 16:30 – 17:30.  Áhorfendum gefst kostur á að velja bestu ræktunarbússýninguna með símakosningu (Idol kosningu). Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er 5 mínútur.

 

Dregið verður úr innsendum umsóknum ræktunarbúanna tuttugu, þriðjudaginn 10. júní í votta viðurvist og verða niðurstöður tilkynntar strax í kjölfarið.