Fréttir

Meistaradeild UMFÍ og LH

Meistaradeild UMFÍ og LH verður haldin í apríl 2010 í Rangárhöllinni. Mótadagar eru eftirfarandi:

Ístöltsmót 2010

Landsliðsnefnd LH vill vekja athygli á þeim ístöltum sem haldin verða í vetur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum.

Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 – 17 ára verða í 1 – 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.

Fáksfréttir

Námskeið fyrir mikið vana knapa hja Mette Manseth reiðkennara á Hólum. Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni að fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara landsins.  Aðeins 1 kennsluhelgi, þann 20. og 21. febrúar, kennt  verður frá kl. 8:00 - 16:00 báða dagana.  Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Takmarkaður fjöldi (Fáksfélagar ganga fyrir).  Verð:  29.000.

Bikarkeppni milli hestamannafélaga

Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu líkt og í fyrra. Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma. Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.

Úrslit Meistaradeildar VÍS

Fyrsta keppni í Meistaradeild VÍS fór fram í gær, fimmtudaginn 28.janúar, en þá var keppt í Smala. Sigurvegari kvöldsins var Árni Björn Pálsson sem keppir fyrir lið Líflands. Úrslitin má sjá hér fyrir neðan.

Stjörnutölt 2010

Stjörnutölt 2010 verður haldið í Skautahöllinni Akureyri þann 20. mars. Takið daginn frá og komið og horfið á skemmtilega keppni sem á engan sinn líkan.

Ráslistar fyrir Meistaradeild VÍS

Meistaradeild VÍS hefst á morgun, fimmtudaginn 28.janúar kl. 19.30, á keppni í Smala. Hér fyrir neðan má sjá ráslistann:

Fáksfréttir

Laugardaginn 23.janúar var opnað kaffihús í Reiðhöllinni í Víðidal á neðri hæð húsins (andyrinu). Loksins, loksins geta hestamenn komið saman og fengið sér kaffi og með því í notarlegheitum. Til að byrja með verður opið frá kl. 12:00 - 18:00 á laugardögum og sunnudögum.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí 2009 til júní 2010.  Veittir verða styrkir á bilinu 50.000.- 100.000.- krónur, allt eftir eðli umsóknar og fjölda þeirra.