Fréttir

Kraftur í Ástund

Þórarinn Eymundsson mun árita myndina Kraftur  í Ástund Austurveri  á laugardaginn 19.des, milli 14-16. Frábært tækifæri fyrir hestamenn að hitta Þórarinn leggja fyrir hann spurningar og fá sér kaffisopa um leið og Þeir versla jólagjafir hestamannsins.

Landsmót: Sölustjóri auglýsinga

Sölustjóri auglýsingamála – 100% starf.  Landsmót hestamanna, sem haldið verður 27. júní - 4. júlí 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði, dagana 27. júní - 4. júlí 2010, leitar að öflugum starfsmanni fram til loka júlímánaðar.

Æskulýðsdeild Fáks

Æskulýðsdeild Fáks minnir á pizzakvöld í kvöld, miðvikudag kl. 20. Börn, unglingar og ungmenni í Fáki velkomin. Valdimar Bergstað og Teitur Árnason HM-farar segja frá reynslu sinni og horft verður á valda kafla á HM DVD disknum nýja. Unglingadeild Fáks mætir og kynnir vetrarstarfið framundan.

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn.

Landsmótsfréttir

Undirbúningur fyrir Landsmót er farinn á fullt skrið og heimasíða Landsmóts að lifna við. Þar er að finna nýjustu upplýsingar um framvindu LM2010 hverju sinni. 

Fáksfréttir

Skráning á námskeið fræðslunefndar Fáks fyrir 18 ára og eldri miðvikudaginn 16. desember kl.19:00 í félagsheimili Fáks.  Einungis hægt að skrá á staðnum ekki tekið við skráningum í gegnum síma!

Aðalfundur Hornfirðings og undirritun samningar

Aðalfundur hestamannafélagsins Hornfirðings var haldin 1. desember síðastliðinn. Á fundinum var undirritaður samningur við sveitarfélagið Hornafjörð um áframhald á byggingu reiðskemmunar.

Kynning á knapamerkjum í Mána

Fyrirhugað er að bjóða Mánamönnum uppá kennslu í knapamerkjakerfinu í vetur. Kynningarfundur á kerfinu verður mánudaginn 14. desember klukkan 20.00. Við hvetjum alla til að kynna sér Knapamerkjakerfið á http://knapi.holar.is/.

Aðalfundur FT í dag föstudaginn 11. des. 2009

Aðalfundur FT fer fram á Kænunni í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 11. desember kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Pétur Behrens fjalla um fjörtíu ára sögu félagsins og Helga Thoroddsen mun kynna Knapamerkjakerfið og þá þætti er snúa að reiðkennurum og prófdómurum. Félagið býður fundargestum upp á kvöldverð og allir verða leystir út með gjöf. Rétt til fundarsetu eiga félagar í FT.

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, herra Jón Bjarnason,boðaði í morgun til fréttamannafundar í tilefni af útkomu skýrslunnar Markaðssetning íslenska hestsins erlendis. Skýrslan var unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem m.a. hafði það verkefni að meta hvernig staðið væri að kynningu íslenska hestsins nú, að velta fyrir sér nýjum hugmyndum og að leita leiða til að bæta árangur af útflutningsstarfinu.