Fréttir

Þverárrétt og Melgerðismelarétt

Réttað verður á Þverárrétt í Öngulsstaðadeild laugardaginn 3. október kl. 10:00 og einnig verður réttað á Melgerðismelarétt laugardaginn 3. október, rekið inn kl 13:00. Seldar verða allskyns ljúffengar veitingar.

Sölusýningar í Hrímnishöllinni

Sölusýning í Hrímnishöllinni eða á vellinum við hana allt eftir því hvernig viðrar, 25. september sem er föstudagur í Laufskálaréttarhelgi kl. 17:00.

Skeiðfélagið Kjarval

Föstudaginn  25. september kl. 17.00 heldur Skeiðfélagið Kjarval  opið skeiðmót á svæði hestamannafélags Léttfeta, Fluguskeiði á Sauðárkróki.

Laufskálaréttir 2009

Velkomin í drottningu stóðrétta landsins, Laufskálarétt 2009, 25. - 26.september. Dagskrá hefst föstudaginn 25.september:

Uppskeruhátíðin verður 7. nóv.

Hápunktur ársins í skemmtanahaldi hestamanna - Uppskeruhátíðin - fer fram á Broadway í Reykjavík laugardaginn 7. nóvember nk. Að hátíðinni standa Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda.

Sölusýning í Top Reiterhöllinni

Sölusýning verður haldin í reiðhöllinni á Akureyri laugardaginn 19. september n.k. kl. 14:00. Frír aðgangur.

Heimildarmyndin Kraftur

Þann 30. september n.k. verður heimildarmyndin Kraftur eftir Árna Gunnarsson, Þorvarð Björgúlfsson og Steingrím Karlsson frumsýnd í Kringlubíói.

Fræðslukvöld ÍSÍ

Fræðslukvöld ÍSÍ fara nú aftur af stað eftir sumarfrí og hefjast fimmtudaginn 17. september nk. á Akureyri og 24. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík.

Landsmót hestamanna 2010: Framkvæmdir í undirbúningi á Vindheimamelum

Undirbúningur fyrir Landsmót 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði er kominn á fullt skrið. 

Uppskeruhátíð barna og unglinga Léttis 2009

Uppskeruhátíð barna og unglinga verður haldin í anddyri Top Reiterhallarinnar fimmtudaginn 10. sept kl. 18:00. Veitt verða verðlaun fyrir besta knapann í barna og unglingaflokki, bestu ástundun á reiðnámskeiðinu og mestu framfarirnar.