Fréttir

Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar

Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.

Uppskeruhátíð Fáks

Fákur heldur sína árlegu uppskeruhátíð 29. nóvember en þá verður blásið í lúðra og þeir Fáksfélagar sem skarað hafa framúr á árinu heiðraðir. Samkvæmt venju eru þessi hátíð í boði Fáks og eru þeir sem hafa unnið ötulega fyrir félagið á árinu boðnir og fá þeir sent boðskort, bréflega eða í netpósti, í þessari viku.

Vel heppnuð afmælishátíð Léttis

Á laugardagskvöldið héldum við Léttismenn vel lukkaðan afmælisfagnað. Þar var vel mætt og áttu menn góða kvöldstund saman. Boðið var upp á góðan mat, frábær skemmtiatriði og rúsínan í pylsuendanum var magadansmær sem tók nokkra félagsmenn í magadanskennslu. Þetta vakti mikla kátínu meðal annarra gesta.

Keppnis- tímabilið hafið

Fyrsta mót ársins hjá Létti, og líklega fyrsta hestamót ársins á landinu, fór fram á föstudaginn og var það hið svokallaða Nýárstölt Léttis.

Vel heppnuð afmælishátíð Léttis

Á laugardagskvöldið héldum við Léttismenn vel lukkaðan afmælisfagnað. Þar var vel mætt og áttu menn góða kvöldstund saman. Boðið var upp á góðan mat, frábær skemmtiatriði og rúsínan í pylsuendanum var magadansmær sem tók nokkra félagsmenn í magadanskennslu. Þetta vakti mikla kátínu meðal annarra gesta.

Básaleiga rýkur upp

Það mun sennilega standa í mörgum að leigja sér pláss fyrir reiðhestinn sinn i vetur. Básinn á höfuðborgarsvæðinu með spæni, fóðri og hirðingu kostar nú 30 til 35 þúsund krónur á mánuði miðað við sex mánaða innistöðu. Eða á bilinu 180 til 210 þúsund á hest.

Sölusýningar í Skagafirði komnar til að vera

„Ég held að þessar sölusýningar séu komnar til að vera,“ segir hinn kunni hestamaður og hrossabóndi Björn Sveinsson á Varmalæk í Skagafirði. Sölusýning var haldin í nýrri reiðhöll á Varmalæk í gær.

Kreppan ekki komin í Hestheima

Kreppan er ekki ennþá komin í Hestheima. Þar reka hjónin Marteinn Hjaltested og Lea Helga Ólafsdóttir hestamiðstöð og ferðaþjónustu. Fullbókað er á járninganámskeið sem haldið verður í Hestheimum í desember og janúar.

Skaflajárn hækka í verði

Skaflaskeifur hafa hækkað umtalsvert í verði og kosta nú á bilinu 2000 til 3000 krónur gangurinn með sköflum. Þess skal getið að til langs tíma hafa skeifur verið fremur ódýrar og ekki hækkað í verði í samræmi við aðrar hestavörur.

Mótekja er atvinnugrein víða um heim

Mór er nú nefndur til sögunnar sem hugsanlegur undirburður undir hesta. Mótekja var stunduð hér á landi allt fram á tuttugustu öld og þurrkaður mór notaður sem eldsneyti. Mótekja er ennþá stunduð sem atvinnuvegur víða um heim, til dæmis hjá frændum okkar á Írlandi.