Fréttir

NM2008 Gull til Íslands í gæðingaskeiði unglinga

Ragnheiður Hallgrímsdóttir er Norðurlandameistari í gæðingaskeiði unglinga. Hún reið hestinum Júpíter frá Ragnheiðarstöðum, sem er undan Kolskeggi frá Kjarnholtum og Venusi frá Skarði, sem Sigurður Matthíasson reið sig frægan á um árið.

NM2008 Heimir efstur í fjórgangi fullorðinna

Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er efstur í fjórgangi fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni með 6,97 í einkunn. Hann átti hnökralitla og heilsteypta sýningu og allir dómarar nokkuð sammála í einkunnum. Næstur er Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A með 6,90. Báðir keppa fyrir Ísland, báðir búsettir í útlöndum.