Árangur íslenska landsliðsins á NM2016

 

Íslenska landsliðið stóð sig vel á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem haldið var í Biri, Noregi í síðustu viku. Góð stemning var í hópnum og fór allt vel fram. Liðið hlaut 3 gullverðlaun, 9 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun. Eftirfarandi knapar komust á verðlaunapall.

Gull
Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli  í gæðingaskeiði
Finnur Bessi Svavarsson og Kristall frá Búlandi í A-flokki
Eyjólfur Þorsteinsson og Háfeti frá Úlfsstöðum í B-flokki

Silfur
Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli  fyrir 250m skeið
Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli  fyrir 100m fljúgandi skeið
Reynir Örn Pálmason og Dreki frá Útnyrðingsstöðum fyrir fimmgang
Sölvi Sigurðarson og Leggur frá Flögu í B-flokki

Ungmennaflokkur
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Naskur frá Búlandi fyrir slaktaumatölt.
Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Garri frá Fitjum í A-úrslitum gæðinga.

Unglingaflokkur
Glódís Rún Sigurðardóttir og Gorm från Smedjan fyrir tölt.
Glódís Rún Sigurðardóttir og Gorm från Smedjan fyrir fjórgang.
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og Sálmur frá Ytra-Skörðugili í gæðingakeppni unglinga

Brons
Erlingur Erlingsson og Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum fyrir tölt.
Ísólfur Líndal Þórisson og Flans frá Víðivöllum Fremri í B-flokki gæðinga.
Olil Amble og Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum fyrir fimmgang.

Unglingaflokkur
Glódís Rún Sigurðardóttir og Etna frá Steinnesi í A-úrslitum gæðinga.

Heildarniðurstöður íslenska landsliðsins má finna hér.

Landssamband hestamannafélaga óskar öllum knöpum innilega til hamingju með frábæran árangur.