Áningar á hestferðalögum.

Þegar ferðast er á hestum um landið er nauðsynlegt að vita hvar skálar og áningarhólf eru staðsett þannig að hægt sé að skipuleggja leiðina fyrir hvern dag og að vegalengdir séu hæfilegar bæði fyrir hesta og menn.

Allflestir skálar á þeim svæðum þar sem búið er að skrá reiðleiðir eru komnir inn í kortasjá en töluvert vantar inn af áningahólfum og eru hestamenn hvattir til þess að afla upplýsinga um áninghólf á sínum svæðum og á ferðum sínum og koma þeim upplýsingum inn til skráningar.

Einfaldast er að nota kortasjána.

Kortasjá er opnuð og staðsetning áningahólfs fundin inn á loftmynd.

Ýtt á "Teikna Reiðveg" neðst í valglugga.

Fylgja leiðbeiningum og teikna kassa utan um "áningahólfið". - sjá dæmi : Kjósarskarð

Þegar búið er að teikna er skráin ( er undir downloads í tölvunni ) send til klopp@simnet.is með upplýsingum um hólfið : nafn og lýsing á gerð og uppbyggingu áningahólfs, lokuð girðing, slá eða U-gerði og mynd ef hún er til af hólfinu.

Ef ekki er hægt að staðsetja áningahólf inn á loftmynd þarf að fara á staðinn og taka GPS punkt í áningahólfinu og senda hnitin á klopp@simnet.is.

Á meðfylgjandi myndum má sjá:

Áningahólf í Kjósarskarði

Valgluggi í kortasjá

Mynd af áningagerði í Öldumóðaflá á Grímstunguheiði