Andlát, Vignir Jónasson

15. janúar

Vignir Jónasson, hestamaður, lést af slysförum í gær.

Vignir var búsettur í Laholm í Svíþjóð og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Hann var um langt skeið hluti af íslenska landsliðinu í hestaíþróttum en hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1995 í Sviss og fylgdi liðinu til 2003.

Árið 2001 varð hann heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum á Klakki frá Búlandi. Það ár varð hann jafnframt Íslandsmeistari í fimmgangi og var valinn bæði íþróttaknapi ársins og knapi ársins.

Síðan 2007 hefur hann verið viðloðandi sænska landsliðið og 2015 varð hann heimsmeistari fyrir hönd Svíþjóðar í slaktaumatölti, hann var jafnframt hluti af liðinu á síðasta heimsmeistaramóti.

Vignir náði á ferli sínum frábærum árangri bæði sem íþróttamaður og ræktandi.

Landssamband hestamannafélaga sendir aðstandendum og vinum Vignis innilegar samúðarkveðjur.