Ályktanir frá Landsþingi LH

25. október 2010
Fréttir
Á 57. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga sem fór fram á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðin voru eftirfarandi ályktanir samþykktar af þinginu. Á 57. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga sem fór fram á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðin voru eftirfarandi ályktanir samþykktar af þinginu. 57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22.-23. október 2010 mótmælir harðlega orðum Þórs Saari alþingismanns þar sem fram komu fordómar og vanþekking í garð hestamennskunnar á Íslandi. Hestamennskan er ein elsta og þjóðlegasta íþróttin sem keppnis- og almenningsíþrótt. Hún skapar fjölda fólks atvinnu og verulegar gjaldeyristekjur. Telur þingið að slíkur málflutningur sæmi ekki fulltrúa á löggjafarþingi þjóðarinnar.


57. Landsþing LH haldið á Akureryri 22.-23.október skorar á stjórn Rangárbakka ehf. að draga til baka afturköllun á umsókn um að Landsmót hestamanna verði haldið á Gaddstaðaflötum 2014.