Alþjóðlegt dómarapróf FEIF

FEIF heldur námskeið og próf fyrir dómara sem vilja reyna sig við alþjóðlega dómaraprófið í hestaíþróttum, dagana 28. - 29. september næstkomandi á Kronshof í Þýskalandi. 

Skráning fer fram á skrifstofu LH, í gegnum netfangið lh@lhhestar.is eða í síma 514-4030. Sækja þarf um fyrir 1. september n.k. 

Kronshof er við Dahlenburg, stutt frá Hamburg í Þýskalandi. Nánari upplýsingar um prófið veitir skrifstofa LH.